Ungmennafélagið Narfi hefur keypt gönguskíða spora til að búa til gönguskíðabrautir í Hrísey!.

Félagið fékk styrk út Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ – Ungmennafélag Íslands fyrir verkefnið ,,Hreyfing fyrir fullorðna” og með kaupum á sporanum viljum við stuðla að aukinni gönguskíðamenningu í Hrísey.

Sporinn kom í eyjuna 18. febrúar og er búið að spora 3.2 km hring sem byrjar og endar milli Austurvegs 13 og 23.

Unnur Inga og Addi Tryggva höfðu umsjón með að panta sporann, koma honum til Hríseyjar og sporuðu einnig fyrstu brautina.

Myndir/ Ungmennafélagið Narfi, Hrísey