Árið 2022 var bæði gjöfult og krefjandi á Síldarminjasafni Íslands.

Safngestir hafa aldrei verið fleiri og töldu tæplega 30.000 á árinu. Síldarsaltanir á planinu við Róaldsbrakka voru 62 og leiðsagnir um safnið rétt um 500 talsins.

Þá sinnti starfsfólk auk gestamóttöku áframhaldandi uppbyggingu Salthússins, skráningu safngripa bæði nýrra aðfanga og eldri og gert var mikið átak í varðveislumálum á textíl í safnkostinum.

Á Síldarminjasafninu er verkefnalistinn óþrjótandi, verkefnin bæði krefjandi og skemmtileg og dagarnir fjölbreyttir.

Starfsfólk safnsins hlakkar mikið til nýs árs og allra þeirra verkefna sem því fylgja.