Fjallabyggð hefur ákveðið að bjóða íbúum upp á opið dansnámskeið sem haldið verður í Tjarnarborg. Námskeiðið verður sex sunnudagskvöld kl. 20.00, klukkustund í senn, í fyrsta sinn sunnudaginn 3. febrúar nk. Dalvíkurbyggð hefur gert samkomulag við Fjallabyggð og er íbúum Dalvíkurbyggðar einnig boðin þátttaka.
Danskennari er Ingunn Hallgrímsdóttir.

Þátttaka er endurgjaldslaus.

Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð – Heilsueflandi samfélög