Um 40 iðkendur og aðstandendur þeirra eru nú við æfingar í Neukirchen í Asturríki.

Aðstæður þar hafa verið mjög góðar, skíðasvæðið hefur verið opið alla dagana og fara krakkarnir á skíði að jafnaði tvisvar á dag. Æft er í tveimur hópum, 10 ára og yngri sem og 11 ára og eldri undir dyggri leiðsögn Siglfirðingsins Helga Steinars Andréssonar. Tilgangur æfingaferðarinnar er snemmskíðun í „þjálfunarbúðaumhverfi“.

Hópurinn hefur gott aðgengi að tiltölulega ódýrum skíðabúnaði sem hægt er að sækja um morguninn og prófa yfir daginn. Ásamt auðvitað hópefli og skemmtun. Neukirchen, sem er smábær með um 2.600 íbúa er staðsettur í Zell am See í vestur hluta Austurríkis. Þorpið er í um 850 m hæð yfir sjávarmáli en skíðasvæðið í um 2.200 m.

Skíðasvæðið samanstendur af um 75 km af troðnum brautum. Þar eru brautir sem hæfa fyrir byrjendur ásamt öðrum sem mjög krefjandi eru. Fjölmargar lyftur eru á svæðinu, kláfar, stólalyftur, T- og diskalyftur sem og nokkur töfrateppi.

Aðstandendur iðkendanna leggja mikla vinnu á sig til að þessi ferð geti orðið að möguleika, t.d. við að ferja iðkendur á milli staða, leggja og loka brautum. Aðstandendur greiða fullt gjald fyrir ferðina en iðkendur greiða ekkert enda er þeirra kostnaður dekkaður af fjáröflunum SSS.

SSS sendir kærar kveðjur til allra velunnara.

Hér að neðan koma myndir sem Hrólfur Baldursson tók í ferðinni.

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

 

Texti: Jón Garðar Steingrímsson
Myndir Hrólfur Baldursson