Þátturinn Tíu Dropar verður sendur út beint frá Gran Canaria í dag og hefst klukkan 13:00,

Stjórnendur þáttarins eru að vanda “Tröllahjónin” Gunnar Smári Helgason og Kristín Sigurjónsdóttir.

Þau fjalla um helstu fréttir vikunnar á Trölli.is, leika lög úr ýmsum áttum og í dag verð einnig leikin nýútkomin íslensk lög, eins og oftar en ekki gerist í þessum þáttum.

Uppskrift vikunnar verður á sínum stað og allt hitt sem þeim hjónum liggur á hjarta.

Mikill erill hefur verið hjá þeim Tröllahjónum og hellisbúum þessa vikuna og eflaust ber þátturinn þess merki á einn eða annan hátt.

Allt í steypu

Fylgist með þættinum Tíu Dropar á FM Trölla á sunnudögum kl. 13.
FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.

Á síðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is