Fyrsta smáskífan af væntanlegri breiðskífu Kristjáns Ingimarssonar, eða Kristján I eins og hann kallar sig á Spotify, kom út þann 26. febrúar síðast liðinn og er þar um að ræða lagið 42
Lagið er nú aðgengilegt á Spotify en breiðskífan, sem ber nafnið Tilveran, kemur svo út í apríl. 
Platan mun innihalda 11 lög sem öll eru eftir Kristján I. 

Platan var tekin upp í Eyranu í janúar og Kristjáni til aðstoðar voru þeir Jón Ólafsson sem spilar á hljómborð og sér um bakraddir, Stefán Már Magnússon sem spilar á gítar og bassa og Magnús Magnússon sem spilar á trommur. Hægt er að nálgast eintak af plötunni inn á Karolina Fund.

Kristján er frá Djúpavogi og hefur verið fiktandi við tónlist í mörg ár. Jafnvígur er hann á gítar og hljómborð.