Nú er svartasta skammdegið að hellasat yfir landsmenn ofan á þetta hundleiðinlega Covid-19 ástand.

Sum sveitarfélög hafa þegar hvatt íbúa sína til að taka fram jólaskrautið og byrja að skreyta fyrir jólin og lýsa upp umhverfið.

Siglfirðingar hafa þegar byrjað að skreyta og eru meðfylgjandi myndir frá skreytingum íbúa að Hávegi 12 Siglufirði, Magnúsi Magnússyni og fjölskyldu.

Frábært framtak og vonandi taka fleiri íbúar fram jólaskrautið á næstu dögum og skreyta sem aldrei fyrr.


Myndir/Magnús Magnússon