Íbúum í Húnaþingi vestra sem þurfa að koma til Hirðu er bent á að laugardagarnir geta verið álagspunktar á meðan hertar samkomutakmarkanir eru í gildi. 

Íbúar geta lagt sitt af mörkum við heimsókn til Hirðu, með því að vera búin að flokka úrganginn/endurvinnsluefnin áður en lagt er af stað þá gengur allt betur fyrir sig við þessar krefjandi aðstæður,

Pappi/pappír
Plast
Málmar
Timbur
Gler/postulín
Grófur úrgangur

Heimsókn á endurvinnslustöðvar samræmist ekki reglum um sóttkví og skiptir þar engu hver ástæða sóttkvíarinnar er. Slík heimsókn er brot á sóttkví og útsetur gesti og starfsfólk fyrir smitum. Þetta á líka við um lúgur á girðingu Hirðu. Finni íbúar fyrir minnstu einkennum veikinda skuli þeir ekki koma til Hirðu né nota lúgur.

Mynd/Húnaþing vestra