Lögreglan á Norðurlandi vestra gaf út lista fyrir skömmu varðandi fjölda í sóttkví og einangrun í umdæminu.

Í póstnúmeri 551 Sauðárkrókur er einn einstaklingur smitaður af Covid-19, en í umdæminu öllu eru 12 manns í sóttkví.

Vill aðgerðastjórn ítreka mikilvægi þess að slaka hvergi á í persónubundnum smitvörnum. Vöndum okkur áfram, ferðumst ekki að óþörfu, munum fjarlægðarmörk, grímunotkun, handþvott og sprittnotkun segir á síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.