Vegna slæmrar veðurspár í dag þriðjudaginn 28. september lýsir Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, yfir óvissustigi almannavarna í þessum umdæmum.

Spáð er óveðri sem getur spillt færð og valdið foktjóni, fyrst á Norðausturlandi í nótt sem gengur síðan vestur yfir Norðurland og nær hámarki á Vestfjörðum seinnipart dags á morgun.  

Fólk er hvatt til þess að fylgjast vel með veðurspá á www.vedur.is og www.vegagerdin.is fyrir færð á vegum.