Kötturinn Coco hvarf 14. september á Dalvík þar sem hann býr og hans var sárt saknað.

Um miðnætti heyrði Una eigandi hans að klórað var í útidyrahurðina og birtist þar Coco eins og ekkert hefði í skorist og var honum ákaft fagnað.

“Hann var svangur og borðaði vel þegar honum var gefið segir Una en annars leit hann vel út og sennilega hefur einhver hugsað um hann”.

Það var hamingjusamur köttur sem fékk að skríða uppí hjá eigendum sínum og kúra í nótt eftir þessa svaðilför.

Sjá eldri frétt: KÖTTURINN COCO ER TÝNDUR


Mynd/aðsend