Á 672. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var lagt fram erindi Ingibjargar Guðlaugar Jónsdóttur, forseta bæjarstjórnar, þar sem lagt er til að Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa og stjórnenda hjá Fjallabyggð verði endurskoðaðar í samræmi við lög þar um.

Lagðar fram Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa og stjórnenda hjá Fjallabyggð frá nóvember 2011.

Bæjarráð samþykkir að Siðareglur bæjarfulltrúa og stjórnenda hjá Fjallabyggð verði endurskoðaðar og felur bæjarstjóra að vinna tillögu að verklagi við endurskoðun og leggja fyrir bæjarráð.