Kung Pao kjúklingur

  • 3-4 kjúklingabringur, skornar í munnbita
  • Salt og pipar
  • 1½ bolli maísmjöl
  • 3 egg
  • ¼ bolli canola olía
  • ¼ bolli soja sósa
  • ¼ bolli edik
  • 1 matskeið rautt chillí paste (t.d. Sriracha)
  • 1 tsk pressaður hvítlaukur
  • ¼ bolli púðursykur
  • ½ msk maísmjöl
  • 1 rauð paprika, hökkuð
  • ¼ bolli salthnetur
  • vorlaukur til skrauts

Hitið ofninn í 180°.

Skerið kjúklinginn í munnbita og kryddið með salti og pipar. Setjið maísmjöl í eina skál og léttilega hrærð egg í aðra skál. Hitið olíuna á pönnu.

Veltið kjúklingnum upp úr maísmjölinu, síðan eggjunum og setjið hann að lokum á pönnuna. Steikið þar til kjúklingurinn er byrjaður að brúnast. Færið kjúklinginn þá af pönnunni yfir í eldfast mót.

Hrærið saman sojasósu, ediki, chillí paste, hvítlauk, púðursykri og maísmjöli. Hellið blöndunni yfir kjúklinginn og blandið vel. Setjið hakkaða papriku og salthnetur yfir. Bakið í klukkutíma en hrærið í réttinum á 15 mínútna fresti.

Berið fram með hrísgrjónum.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit