Oskar Brown, stjórnandi Plötuspilarans, ætlar að bjóða hlustendum FM Trölla í tónlistarveislu þar sem að jólatónlistin er í aðalhlutverki.

Oskar sendir þáttinn út beint frá Studio 7 á Englandi og hann hefur eytt síðustu dögum í það að skreyta hljóðverið og nú hangir jólaskraut og blikkandi seríur á öllum veggjum.  

Á meðal þeirra sem að koma við sögu í þættinum í dag eru Band Aid, Baggalútur, Engelbert Humperdinck, Heiða Trúbador, Kelly Clarkson, og Slade.

Endilega stilltu á FM Trölla frá kl. 17 í dag, þú sérð ekki eftir því. 

Plötuspilarinn er á FM Trölla alla föstudaga frá kl. 17:00 – 18:00.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum https://trolli.is/

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is