Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram laugardaginn 26. September og verður í beinni útsendingu á RUV.

Fulltrúar Menntaskólans á Tröllaskaga, MTR verða (frá vinstri á mynd):

Tryggvi Þorvaldsson – söngur og gítar
Hörður Ingi Kristjánsson – píanó
Júlíus Þorvaldsson – söngur og gítar
Mikael Sigurðsson – bassi

Keppnislagið þeirra verður “I’m gona find another you” eftir John Mayer.

Keppnin fer fram í húsnæði Exton í Kópavogi og hefst bein útsending á RUV kl. 19:45. Keppendur koma fram í sal án áhorfenda vegna heimsfaraldursins.

Símakosning verður á meðan keppnin fer fram og er því mjög mikilvægt fyrir keppendur að áhorfendur taki þátt í símakosningunni. Dómnefnd hefur helmings vægi á móti atkvæðum símakosningar.

Framlag MTR verður síðasta atriðið, nr. 23 og símanúmerið til að kjósa það er: 900.9123.

Mynd: mtr.is