Í dag mánudaginn 2. nóvember eru 2 í einangrun með Covid-19 á Siglufirði, en enginn í sóttkví. Enginn er í einangrun eða sóttkví í Ólafsfirði

Í Dalvíkurbyggð eru 18 með Covid-19 og 178 manns í sóttkví.

Lögreglan á Norðurlandi eystra gaf út lista fyrir skömmu varðandi fjölda í sóttkví og einangrun í umdæminu.

Alls eru 95 manns smitaðir af Covid-19 á Norðurlandi eystra og 578 í sóttkví.

Á facebooksíðu lögreglunnar segir “Það bættust við 8 ný smit um helgina og þarf af voru tveir fyrir utan sóttkví.Minnum aftur á að taflan breytist einnig eftir því sem fólk lýkur einangrun eða sóttkví. Hún sýnir það fólk sem að er skráð í sóttkví og einangrun á okkar svæði.

Um helgina voru fjöldamörg verkefni og fjölgaði mikið í sóttkví á svæðinu. Aðgerðarstjórn fundar daglega og fer yfir stöðuna hverju sinni og einnig er farið reglulega yfir stöðuna og aðgerðir með samhæfingarstöð almannavarna og almannavarnarnefnd á svæðinu. Þolinmæði og samstaða eru gríðarlega mikilvæg atriði. Áfram áfram áfram með persónulegt hreinlæti, við getum þetta.”

Á Norðurlandi vestra eru 8 manns í einangrun og 39 í sóttkví.