Það óhugnarlega atvik átti sér stað á Siglufirði þann 14. maí síðastliðinn, um kl 19, þegar dökkleitur fremur grannur hundur sást ráðast á tvílembda ær á túninu fyrir neðan Steinaflatir.

Hundurinn náði að bíta ána þannig að stór sá á henni, en hún slapp þó lifandi.

Hlúð var að henni með sýklalyfjum og græðandi smyrslum frá Primex.

Eigandi ærinnar er Hjörtur Snær Þorsteinsson einn af frístundabændum í “Bóhem” á Siglufirði.

Kindin er farin að geta sinnt lömbunum sínum.

Kindin er komin aftur út úr húsi og farin að geta sinnt lömbunum sínum.

Skorað er á hundaeigendur og aðra sem gætu hafa orðið vitni að þessum atburði að tilkynna það til lögreglu eða bændanna.

Atvik sem þessi eru allt of algeng þar sem hundar og kindur eru á sama svæði.

Mikilvægt er að bæði hundaeigendur og fjárbændur hugi vel að sínum dýrum og starfi saman að því að koma í veg fyrir atvik sem þetta.

Túnið þar sem ráðist var á kindina

 

Texti: Gunnar Smári Helgason
Myndir: Hörður Þór Hjálmarsson og Kristín Sigurjónsdóttir