Nú er víða snjóþekja á vegum landsins og þeir sem aka um norðurland á nagladekkjum verða ekki sektaðir að sögn lögreglunnar.

Lögum samkvæmt má aðeins styðjast við nagladekk frá 1. nóvember til 14. apríl ár hvert.

Sektir vegna notkunar nagladekkja utan þessa tíma eru nú 20 þúsund krónur á hvert dekk, alls 80 þúsund krónur fyrir dekkjaganginn.

Veðurstofa Íslands spáir norðan og norðaustan 10-18 m/s og þurrt á sunnanverðu landinu, en él norðantil. Bætir í úrkomu og vind um landið norðaustanvert í kvöld og hvessir einnig suðaustanlands. Kólnandi veður, frost víða 2 til 7 stig á morgun.