Eins og sjá mátti í gær hafði snjóað nokkuð í Dalvíkurbyggð. Nú er snjómokstur hafinn og eru það vinsamleg tilmæli til allra að fara ekki um á vanbúnum bílum.

Foreldrar og aðrir eru beðnir um að huga að því að börn séu ekki að leik í snjóruðningum eða sköflum þar sem búast má við að stórvirk snjómoksturstæki eigi eftir að fara um.

Íbúar Dalvíkurbyggðar eru beðnir um að sýna snjómokstursverkinu þolinmæði því það tekur skiljanlega tíma að ryðja þessu snjómagni frá áður en það fer að frysta.

 

Mynd: Dalvíkurbyggð