Föstudagsþáttur sjónvarpsstöðvarinnar N4, sem er helgarþáttur stöðvarinnar, verður tekinn upp á Siglufirði. Tilefnið er 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar þann 20. maí.

Umsjónarmaður þáttarins er María Pálsdóttir og fær hún til sín góða gesti.

Föstudagsþátturinn er klukkutíma langur og verður frumsýndur á föstudagskvöld 21:00.

Þátturinn verður svo endurtekinn reglulega alla afmælishelgina.

Frétt: aðsend

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem ritar - Trölli áskilur sér rétt til að eyða óviðeigandi ummælum.