Þegar félagar í Björgunarsveitinni Húnum á Hvammstanga mættu í Flugeldabúðina Húnabúð í morgun fengu þeir góða heimsókn.

Þar voru á ferð Gærurnar, en það er félagsskapur sem rekur nytjamarkaðinn á Hvammstanga.

Erindi þeirra var að færa Björgunarsveitinni styrk að upphæð 200.000 kr. fyrir störf þeirra í þágu samfélagsins þegar óveðrið gekk yfir í desember.

Björgunarsveitin Húnar færir þeim sínar bestu þakkir fyrir stuðninginn og segir þetta mikla hvatningu fyrir þá.


Mynd: Björgunarsveitin Húnar