Síðla nætur féll stórt snjóflóð í Ólafsfjarðarmúla nærri Ytri Vík og var vegurinn opnaður um kl. 11:00 í morgun.

Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi á Siglufjarðarvegi en ekki í Ólafsfjarðarmúla.

Meðfylgjandi mynd tók Björn Valdimarsson kl. 11:20 í morgun af flóðinu í Ólafsfjarðarmúla.

Veðurspá á morgun er norðaustan 8-15 m/s, en 5-13 á morgun. Él um landið norðanvert. Kólnar smám saman, frost 0 til 5 stig á morgun.

Á fimmtudag verður norðaustan og austan 5-13 m/s. Skýjað að mestu og sums staðar dálítil él. Frost 1 til 9 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.

Sjá fleiri myndir eftir Björn Valdimarsson má sjá: HÉR