Gestaherbergið opnar aftur í dag eftir fínasta jólafrí. 

Palli og Helga setjast við hljóðnemana klukkan 17 í dag í studio III í Noregi.

Þema þáttarins í dag er aldur.

Við heyrum svo áhættulag sem Palli velur í dag, þau lesa upp einhverjar fréttir og mögulega verður talað eitthvað um Eurovision.

Munið því eftir að hlusta á þáttinn sem er sendur út beint frá Noregi kl 17:00 til 19:00 í dag á FM Trölla.

FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.

Einnig má hlusta á netinu, hér á trolli.is, í Spilaranum t.d. í Apple TV og ýmsum nýrri sjónvarpstækjum, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com

Minnum einnig á skip.trolli.is sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.

Mynd: pixabay