Lesendur Trölla.is hafa kosið Björgunarsveitina Tind í Ólafsfirði sem mann/félagasamtök ársins í Ólafsfirði.

Frá 14. desember gafst lesendum Trölla.is kostur á að tilnefna þá manneskju sem sem skarað hefur framúr í Ólafsfirði 2019 að þeirra mati. Fjöldi tilnefninga hefur borist og hlaut Björgunarsveitin Tindur flestar tilnefningar.

Tómas Atli Einarsson formaður Tinds tók við viðurkenningarskjali og blómvendi ásamt félögum sínum frá Trölla.is.

Það bárust um 200 tilnefningar til Trölla.is, má segja að um 10% íbúa Fjallabyggðar hafa tekið þátt í vali á manni ársins.

Trölli.is mun innan tíðar birta frétt um aðra sem hlutu tilnefningar, og ummæli um viðkomandi.

Það sem skrifað var af lesendum til stuðnings tilnefningar hefur verið vel rökstutt og hér að neðan má sjá nokkrar færslur.

  • Súperhetjur!
  • Þau standa vaktina allt árið, ávallt tilbúin að aðstoða íbúa Fjallabyggðar.
  • Eiga það sannarlega skilið eftir seinustu daga.
  • Standa sig vel þegar þarf á þeim að halda.
  • fyrir að standa alltaf vaktina og rjúka til þegar á þarf að halda sem sannaðist eins og svo oft áður í óveðrinu sem gekk yfir í 10. til 12. des.
  • Unnu sleitulaust út um allan bæ í brjálaða veðrinu.
  • Vel unnin störf.
  • Óeigingjarnt starf.
  • Vegna mikillar vinnu.
  • Vegna óeigingjarnt starf í þágu allra íbúa Ólafsfjarðar á meðan óveðrið stóð yfir í desember.
  • Mikilvæg björgunarstörf í Fjallabyggð.
  • Ómetanleg störf fyrir samfélagið.