Gunnar I. Birgisson fráfarandi bæjarstjóri Fjallabyggðar, sem lét af störfum 1. desember síðastliðinn er kominn til starfa á ný í Skaftárhreppi.

Mbl.is birti frétt fyrir skömmu þar sem segir að Gunnar I. Birgisson hafi verið ráðinn tímabundið sem sveitastjóri í Skaftárhreppi.

Mun hann mæta til starfa strax eftir hæstu helgi. Hann er ráðinn næstu tvo mánuði, í veikindaleyfi Söndru Brá Jóhannsdóttur sveitastjóra.