Það mætti segja að platan “Popplögin um ástina” sé í raun bæði framhald af EP plötu Draumfara, “Sögur af okkur” og á sama tíma óður til ástarinnar, sama hvort þú viljið líta á það skoplegum eða alvarlegum hætti. 

Margir af textum plötunnar eru sannsögulegir úr lífi Birgis Steins Stefánssonar, söngvara Draumfara, á meðan aðrir eru skáldaðir. 

Þó má í raun segja að uppröðun laganna á plötunni sé algjört viljaverk þar sem röðin segir ákveðna sögu. 

Platan fylgir hlustendum í gegnum allar þær hæðir og lægðir sem ástin kann að valda, amk. af reynslu Draumfara. 

Platan var tekin upp árið 2022 og inniheldur samtals 11 lög. Draumförum til halds og traust á þessari plötu eru meðal annars tónlistarmennirnir Friðrik Dór, Kristinn Óli (Króli) og svo má meira að segja heyra í Guðmundi Benediktssyni (Gumma Ben) í stefinu “Upphaf”. 

Laga og textagerð sáu Birgir Steinn og Ragnar Már um sjálfir, ásamt dyggri aðstoð fleiri tónlistarmanna (Baldvin Hlynsson, Arnar Guðjónsson, Friðrik Dór, Króli, Stefán Hilmarsson). Upptökur fóru að mestu leyti fram í E7, hjá Ragnari Má Jónssyni, og hljóðblöndun og mastering hjá Arnari Guðjónssyni í Svíþjóð. 

Hljóðfæraleik sáu Birgir og Ragnar mikið um sjálfir ásamt Arnari Guðjónssyni, Baldvini Hlynssyni, Helga Einarssyni, Erni Ými Arasyni, Andra Þór Jónssyni, Ara Braga Kárasyni, Snorra Beck Magnússyni og Helgu Ingibjörgu Guðjónsdóttur.

Lagalisti

 1. Upphaf        
 2. Betri leið     
 3. Fljúgðu        
 4. Kvíðinn        
 5. Nær þér      
 6. Fætur upp í loft      
 7. Pæla
 8. Draumaprins           
 9. Popplagið um ástina           
 10. Okkar sök           
 11. Listin er að lifa

Platan á Spotify