Í dag verður þátturinn Tónlistin á dagskrá eins og marga aðra sunnudaga og það er Palli litli sem stjórnar þættinum.

Í dag verða spiluð mörg ný lög en einnig gömul lög í nýjum búningi, eins og sagt er.

Slagarasveitin var að gefa út nýtt lag sem heitir Hvítur gluggi og verður það frumflutt í þættinum. Ragnar Karl Ingason segir eftirfarandi um lagið:
Það er viðeigandi að lagið skuli gefið út á konudaginn því textinn er ástaróður til konu, minning um fyrstu kynni, tjáning um mikilvægi ástarinnar, virðing og þakklæti.

Lagið eftir Ragnar Karl Ingason og texti eftir Skúla Þórðarson.

P!nk, Depeche Mode, Kahnin, Herbert Guðmundsson, Theory of a Deadman, The Palth, Piparkorn, Whitne Huston og fleiri koma einnig fram í þættinum.

Hlustið á Tónlistina á FM Trölla á sunnudögum frá 13:00 til 14:00.

FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.

Einnig má hlusta á netinu, hér á trolli.is, í Spilaranum t.d. í Apple TV og ýmsum nýrri sjónvarpstækjum, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com