Gestaherbergið verður á sínum stað í dag kl. 17:00-19:00 og verður þema þáttarins “kettir”.

Að því tilefni verða þau Helga og Palli með leik á Facebook og hægt er að sjá allt um það á Gestaherbergissíðunni á Facebook.

En í stuttu máli fer leikurinn þannig fram að þú þarft að deila mynd af ketti í kommenti undir færslunni á Facebook og deila svo færslunni.
Þetta er skemmtilegur og hressandi súkkulaðileikur sem enginn ætti að missa af. Leiknum líkur í dag klukkan 18:00 að íslenskum tíma.

Þess utan spila þau ýmis lög – líka óskalögin ykkar, skyggnast í nýjar fréttir sem og gamlar, og margt fleira.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is