Sítrónuformkaka Nigellu Lawson

  • 125 gr ósaltað smjör
  • 175 gr sykur
  • 2 stór egg
  • rifinn börkur af 1 sítrónu
  • 175 gr hveiti
  • rúmlega 1 1/2 tsk lyftiduft
  • 1/2 tsk salt
  • 4 msk mjólk

Hitið ofninn í 180°og smyrjið formkökumót vel. Hrærið saman smjöri og sykri. Bætið eggjum og rifnum sítrónuberki út í og hrærið vel saman. Bætið hveiti, lyftidufti og salti varlega saman við og leyfið að blandast vel saman. Að lokum er mjólkinni bætt út í og hrært þar til blandan er slétt. Setjið degið í smurt bökunarformið og bakið í ca 45 mínútur.

Sítrónusýróp

  • safi frá 1 1/2 sítrónu (ca 4 matskeiðar)
  • 100 gr flórsykur

Setjið sítrónusafann og flórsykurinn í lítinn pott og hitið varlega þar til sykurinn leysist upp.

Þegar kakan er tilbúin þá er hún tekin úr ofninum, stungið litlum götum með kökuprjóni ofan á hana alla og sítrónusýrópinu hellt yfir. Ég nota yfirleitt ekki allt sýrópið en það er auðvitað smekksatriði. Leyfið kökunni að kólna dálítið áður en hún er tekið úr forminu.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit