Smjörsteiktar perur með brie og furuhnetum á ruccolabeði

  • 400 g brieostur
  • 200 g ruccola
  • 75 g furuhnetur
  • 4 perur
  • ólívuolía
  • balsamiksýróp
  • gróft salt
  • smjör

Skolið ruccola og dreifið úr því yfir fat. Ristið furuhneturnar á pönnu (passið að hafa ekki of háan hita svo þær brenni ekki!).

Skerið perurnar í sneiðar og steikið úr smjöri á pönnu. Skerið brieostinn í sneiðar og leggið yfir perurnar á heitri pönnunni.

Þegar brieosturinn byrjar að bráðna eru perurnar teknar af pönnunni og lagðar ofan á ruccolað. Að lokum eru ólívuolía, gróft salt, balsamiksýróp og furuhnetur sett yfir.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit