Út er komið lagið Ennþá er tími með Bubba Morthens.

Lagið er það fjórða sem kemur út af væntanlegri plötu sem kemur út 16. júní.
Platan heitir Sjálfsmynd og er 34. hljóðsversplata Bubba.

Á plötunni eru sömu hljóðfæraleikarar og á síðustu plötu Bubba, Regnbogans stræti.

Það voru þeir Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari, Hjörtur Ingvi Jóhannsson hljómborðsleikari, Örn Eldjárn gítarleikari, Aron Steinn Ásbjarnarson saxófónleikari og Þorvaldur Þór Þorvaldsson trommari.

Flytjandi:: Bubbi
Heiti lags:: Ennþá er tími
Útgefandi:: Alda Music ehf.
Höfundur lags og texta:: Bubbi Morthens, f. 1956.

Ennþá er tími á Spotify