Systurnar Ellen Daðey og Emma Hrólfdís Hrólfsdætur komu í heimsókn til vinar síns, Sigurbjörns Boga í gær.

Þær komu færandi hendi því á dögunum héldu þær ásamt Elísabetu Ídu Skarphéðinsdóttur og Tinnu Hjaltadóttur, vinkonum sínum tombólu til styrktar Sigurboganum, styrktarfélagi Sigurbjörns Boga.

Þær söfnuðu hvorki meira né minna en 30.800 kr. Ellen Daðey og Elísabet Ída eru bekkjarsystur Sigurbjörns Boga.

Er þeim þakkað innilega fyrir einstakan hlýhug til Sigurbjörns Boga. Hann er heppinn að eiga svo góðar bekkjarsystur og vinkonur segir fjölskyldan hans.

Á myndina vantar Tinnu og Elísabetu Ídu.

Þeir sem vilja styðja við fjölskylduna geta lagt inn á reikning styrktarfélagsins Sigurbogans:
0348-03-402900 Kt. 020512-2610

Mynd: úr einkasafni