Fyrir nokkru gaf Leó R. Ólason út geisladiskinn “Pikkað upp úr poppfarinu” sem er mjög svo Siglfirsk tengt afsprengi liðinna poppára hans sem ná á þessu ári hálfa öld aftur í tímann, en á honum eru 23 lög sem Leó hefur verið að setja saman, hann á einnig flesta textana.

Flytjendur eru velflestir landsþekktir tónlistarmenn og konur og einnig koma þar þó nokkrir merkir Siglfirðingar þar við sögu. Bók upp á 52 blaðsíður fylgir disknum og hann er einnig fánalegur á USB.

Ef þú ert á höfuðborgarsvæðinu og vilt eignast eintak, endilega hafðu samband við Leó í facebook skilaboðum eða í síma 863-9776 eftir kl. 16 og mun hann skjótast með hann til þín um hæl.

Söluaðili á Siglufirði er Björgunarsveitin Strákar sem fær auðvitað vænan skerf af andvirðinu, en sölustaðir eru SR-Bygg og veitingastaðurinn Torgið.

Hér flytur mikill og fríður flokkur lagið INDRIÐI HESTAMAÐUR

 

Skjáskot: úr myndbandi