Saffransnúðar með marsípani

  • 300 g smjör
  • 1 lítir mjólk
  • 2 pokar þurrger
  • 2 dl sykur
  • 1 tsk salt
  • 2,2-2,5 lítrar hveiti
  • 1 g saffran

Fylling

  • brætt smjör
  • rifið marsípan
  • kanilsykur
  • vanillusykur (má sleppa)

Bræðið smjörið í potti og bætið mjólkinni saman við. Hitið blönduna í 37°.

Setjið gerið í skál og hellið mjólkurblöndunni yfir. Bætið saffran saman við og hrærið aðeins í blöndunni. Bætið sykri og salti saman við.

Hellið hveitinu í lítramál beint úr pokanum (þessu hef ég alltaf sleppt) og bætið saman við mjólkurblönduna. Farið varlega af stað með hveitið og ekki setja allt í einu. Vinnið deigið vel saman og hafið það eins blautt og þið komist upp með til að snúðarnir verði ekki þurrir.

Látið deigið hefast undir viskastykki í 30 mínútur (ég læt það oft hefast aðeins lengur). Hnoðið deigið þá á hveitistráðu borði. Skiptið deiginu í þrjá hluta og fletjið hvern hluta út í aflanga köku.

Smyrjið bræddu smjöri yfir deigið, stráið kanilsykri síðan yfir smjörið, þar næst rifnu marsípani og að lokum smá vanillusykri. Rúllið deiginu upp í rúllu, skerið í sneiðar og setjið í stór muffinsform.

Látið snúðana hefast undir viskastykki í 30 mínútur.

Penslið snúðana með upphrærðu eggi og stráið perlusykri yfir þá.

Bakið við 250° í 5-8 mínútur.

.

 

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit