Sannkölluð gleðistund var þegar Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ og Stefán Guðnason forstöðumaður Símenntunar HA skrifuðu undir samstarfssamning um nám í áfengis-og vímuefnaráðgjöf segir á facebooksíðu Símenntunar Háskólans á Akureyri.

Símenntun HA tekur við náminu af SÁÁ og mun bjóða upp á nám í fíkniráðgjöf með sveigjanlegu formi frá og með haustinu 2023. Skráning opnar á næstu dögum.

Við erum afar stolt af því að taka við þessu verkefni og hlökkum til að geta boðið upp á þetta nám sem hluta að ört vaxandi námsframboði hjá Símenntun HA.

Mynd/Símenntun HA