Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum gekk sjór á land á Siglufirði í gær. Allt var á floti á hafnarsvæðinu svo hafnarstarfsmenn gripu til þess ráðs að gera varnargarða úr snjó. Haft er eftir Guðmundi Gauta Sveinssyni á visir.is að hann man ekki eftir öðru eins.

Ingvar Erlingsson tók þessi stórkostlegu dróna-myndbönd og sendi Trölla. Sjón er sögu ríkari.

Myndbönd og forsíðumynd: Ingvar Erlingsson.