KF er komið með fjögur stig eftir góðan sigur gegn Augnabliki sem fram fór í gær laugardaginn 11. maí í 3. deild karla.

Ljubomir Delic gerði eina mark fyrri hálfleiksins og jafnaði Breki Barkarson fyrir heimamenn í þeim síðari.

Jordan Damachoua kom KF yfir á 69. mínútu og var mikil spenna í leiknum þar til undir lokin, þegar markavélin Alexander Már Þorláksson gerði út um einvígið með marki á 90. mínútu.

KF er með fjögur stig eftir tvær umferðir. Augnablik er með eitt.

0-1 Valur Reykjalín Þrastarson (’18)
1-1 Breki Barkarson (’57)
1-2 Jordan Damachoua (’69)
1-3 Alexander Már Þorláksson (’90)

 

Heimild: Fótbolti.net