Héraðið Galisía á Spáni var fyrst til að banna reykingar á götum úti eða í almenningsrýmum eins og gangstéttar-kaffihúsum ef ekki er hægt að virða tveggja metra regluna.

Fleiri af svæðisstjórnum Spánar hafi verið að skoða svipaða takmörkun, sem miðar að því að forðast útbreiðslu kórónavírussins.

Þeirra á meðal eru Andalúsía, Castilla-La Mancha og Castilla y León. Valencia, Cantabria, Asturias, Navarre og Madrid eru einnig að íhuga ráðstöfunina en í dag tekur þessi takmörkun gildi á Kanaríeyjum.

Sérfræðingar eins og spænska félagið um lungnabólgu og brjóstholsaðgerðir (Separ) mæla með aðgerðinni til að berjast gegn smiti Covid. Galisía skráði á miðvikudag 827 virk tilvik, sem er fjölgun um 87 frá deginum áður, samkvæmt gögnum frá heilbrigðisdeild héraðsins.

Á Kanaríeyjum voru takmarkanir á reykingum samþykktar eftir að 28 tilfelli komu upp, öll í fjölskyldu- eða tómstundaumhverfi.

Alls hafa 268 einstaklingar greinst jákvæðir með PCR prófum en 745 manns hafa verið í nánu sambandi við þessi staðfestu tilfelli.

Auk reykingabannsins hafa Kanaríeyjar sett grímuskyldu á opinberum stöðum og hafa takmarkað fjölskyldusamkomur við hámark 10 manns og næturlífstaðir geta aðeins haft opin úti svæði, til neyslu þar sem setið er við borð.

Sjá nánar hér, á ensku.

Af https://cvcanarias.com/islas 13. ágúst 2020