ChitoCare Open kvennamót var haldið 9. ágúst á Sigló Golf vellinum á Siglufirði. 

Smá rigning kom á keppendur en veðrið var annars gott og mættu 44 konur til leiks og almenn ánægja ríkti á meðal keppanda í mótinu. 

Allar konur fengu veglega teiggjöf frá ChitoCare svo voru verðlaun fyrir efstu 3 sætin í punktakeppni með forgjöf í mótinu ásamt nándarverðlaunum og lengsta teighöggi, síðan í lokin var dregið úr skorkortum. 

Mótastjórn GKS vill þakka Primex fyrir þeirra framlag og góðan stuðning á mótinu. 

Öll úrslit má sjá í golfbox og fleiri myndir eru inni á facebook síðu Sigló Golf. 

Topp 3 sætin:
1. Ólína Þórey Guðjónsdóttir 41 punktur
2. Jóhanna Þorleifsdóttir 39 punktar
3. Björg Traustadóttir 39 punktar 

Lengsta teighögg:
Sara Sigurbjörnsdóttir og Dagný Finnsdóttir 

Nándarverðlaun:
Hulda Alfreðsdóttir, Dagný Finnsdóttir og Bryndís Þorsteinsdóttir 

Mótastjórn GKS þakkar fyrir gott mót og Primex fyrir þeirra framlag og góðan stuðning að mótinu. 

Hér að neðan má sjá myndir frá mótinu, hægt er að smella á þær til að sjá stærri.

Myndir/GKS