Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir á Norðurlandi í júlí 2020 var 118. Þar af var 61 samningur um eignir í fjölbýli, 41 samningur um eignir í sérbýli og 16 samningar um annars konar eignir.

Heildarveltan var 3.946 milljónir króna og meðalupphæð á samning 33,4 milljónir króna. Af þessum 118 var 81 samningur um eignir á Akureyri. Þar af voru 55 samningar um eignir í fjölbýli, 19 samningar um eignir í sérbýli og 7 samningar um annars konar eignir.

Heildarveltan var 3.076 milljónir króna og meðalupphæð á samning 38 milljónir króna.

Sjá nánar á vefsíðu Þjóðskrár Íslands