Veðurstofa Íslands hefur gefið gula viðvörun vegna asahláku í dag, 20 apríl frá kl. 09:00 og gildir hún til morguns.

Vegna ört hækkandi hitastigs má búast við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum.

Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns.