“Gamli” Sigurvin var kvaddur á dögunum eftir 17 ára farsæla þjónustu við sjófarendur úti fyrir norðurlandi.

Hressir félagar frá Björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði sóttu skipið og eru nú komnir til nýrrar heimahafnar í Sandgerði.

Sigurvon er elsta sjóbjörgunarsveit landsins og óskar Björgunarsveitin Strákar þeim velfarnaðar. Við vonum að “gamli” Sigurvin megi vera þeim og skjólstæðingum þeirra jafn mikið happafley og það var okkur fyrir norðan segir á facebook síðu Björgunarsveitarinnar Stráka.