Ostakökubrownies

Browniesdeigið:
200 g smjör
200 g dökkt súkkulaði
4½ dl flórsykur
1 tsk vanillusykur
3 egg
2 dl hveiti

Ostakökudeigið:
200 g rjómaostur
1 tsk vanillusykur
1 dl flórsykur
1 egg

.

Hitið ofninn í 175°. Bræðið smjörið. Hakkið súkkulaðið og látið það bráðna í smjörinu. Hrærið saman flórsykur, vanillusykur og egg. Hellið blöndunni í súkkulaðismjörið. Hrærið hveitinu varlega saman við.

Ostakökudeigið: Hrærið rjómaost, vanillusykur, flórsykur og egg saman þar til blandan verður slétt.

Setjið smjörpappír í skúffukökuform (ca 25×35 cm). Setjið súkkulaðideigið í formið. Hellið ostakökudeiginu yfir og blandið deigunum varlega saman með skeið. Bakið í miðjum ofni í 35-40 mínútur. Látið kólna í forminu og skerið svo í bita.

Bismarkrjómi
1 dl bismarkbrjóstsykur
3 dl þeyttur rjómi

Myljið bismarkbrjóstsykurinn fínt niður. Þeytið rjómann og blandið saman við bismarkmulninginn.

.

 

 

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit