Dagur læsis var haldinn í Grunnskóla Fjallabyggðar í gær, mánudaginn 14. september.

Á vefsíðu skólans segir að dagurinn hafi verið mjög flottur og gengið vel fyrir sig.

Nemendur 5.bekkjar voru mjög ábyrgðarfullir og lásu fyrir yngri nemendur. Þau fóru á kostum við að útskýra fyrir þeim hvað það væri gagnlegt að vera duglegur að læra að lesa. Góð stund sem nemendur áttu og í lok dags sungu allir saman lagið ,,Það er gott að lesa”..

Sjá myndir frá deginum: HÉR

Forsíðumynd/Grunnskóli Fjallabyggðar