Í gær fimmtudaginn 3. júní fór fram afhending á áningastöðum Reka á Ósbrekkukambi í Ólafsfirði og Bót sunnan Hornbrekkubótar í Ólafsfirði.

Ungmennafélagið Vísir ásamt fleirum hafa staðið að gerð þessara áningarstaða og færði Fjallabyggð þá til eignar og umsjónar.

Svanfríður Halldórsdóttir sótti um fyrir hönd U.M.F. Vísis í Ólafsfirði að koma upp áningastöðum við Ólafsfjarðarvatn og á kambinum austan við fiskihjallanna. Sótt var um í tveimur erindum og voru þau tekin fyrir 2. apríl 2020 og 7. maí 2020 hjá skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar.

Erindin voru svo endanlega samþykkt í bæjarstjórn þann 21. maí 2020.Myndir/ Ida Semey og Lára Stefánsdóttir