Þjóðlagasetrið opnaði þann 1. júní.

Í sumar tekur Ásta Sigríður Arnardóttir á móti gestum.

Hún stundar nám í söng við Listaháskóla Íslands og er þaulvön íslenskum þjóðlögum.

Hún er ættuð úr Ólafsfirði, dóttir Arnar Magnússonar píanó- og orgelleikara og Mörtu Halldórsdóttur söngkonu.

Á vefsíðu Þjóðlagasetursins segir meðal annars:
Þjóðlagasetrið á Siglufirði er staðsett í einu elsta húsi Siglufjarðar. Í því eru  íslensk þjóðlög kynnt á aðgengilegan og skemmtilegan hátt. Þar er boðið upp á myndbönd af fólki á öllum aldri sem syngur, kveður eða leikur á hljóðfæri. Sagt er frá þjóðlagasöfnun sr. Bjarna Þorsteinssonar (1861 – 1938), greint frá heimildarmönnum hans og mörgum þeim sem aðstoðuðu hann við söfnunina víða um land.

Edda Björk Jónsdóttir, nýkjörinn gjaldkeri Þjóðlagaseturs, og Ásta Sigríður bera saman bækur sínar.

Myndir: Gunnsteinn Ólafsson