Lagt var fram erindi Láru Stefánsdóttur skólameistara f.h. Menntaskólans á Tröllaskaga á 718. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar.

Í erindinu reifar skólameistari hugmyndir sem tengjast því að efla skólann sem lærdómssetur með víðtækari tengingar inn í samfélagið sem geti fallið vel að skólastarfinu. Afgreiðslu frestað.

Bæjarráð þakkar erindið og býður skólameistara til fundar við ráðið á næsta reglulega fundi þess.