Lagt var fram erindi Jóhanns Más Sigurbjörnssonar f.h. Golfklúbbs Siglufjarðar á 718. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar.

Í erindinu er þess farið á leit að sveitarfélagið veiti félaginu styrk að fjárhæð 30 millj.kr. til uppbyggingar inniaðstöðu, fyrir golfspilara, sem félagið hyggst koma á laggirnar.

Einnig er þess farið á leit að forsvarsmenn félagsins fái að koma á fund bæjarráðs til að fylgja umsókninni eftir.
Afgreiðslu frestað

Bæjarráð samþykkir að bjóða fulltrúum Golfklúbbs Siglufjarðar til fundar á næsta reglulega fund ráðsins.