Matvælastofnun varar við neyslu á Isola BIO Cocco Cuisine kókosrjóma og Isola BIO Coconut 0% Sugars kókosmjólk  frá Ítalíu sem Icepharma flytur inn. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað nokkrar framleiðslulotur sem gætu innihaldið ólöglegt varnarefnið etýlen oxíð. Fyrirtækið og eftirlitið hafa sent út fréttatilkynningu.

Matvælastofnun fékk upplýsingar um innköllunina frá heilbrigðiseftirlitinu í Reykjavík.

Innköllunin á við eftirtaldar framleiðslulotur:

 • Vörumerki: Isola BIO
 • Vöruheiti: Coconut 0% Sugars (kókosmjólk ósæt)
 • Geymsluþol: Best fyrir Dagsetningar: 15.2.2022, 23.11.2021 og 6.5.2021
 • Lotunúmer: 210215, 201123 og 210126
 • Strikamerki: 8023678728078
 • Nettómagn: 1 l
 • Framleiðandi: Ecotone, Ítalía
 • Vörumerki: Isola BIO
 • Vöruheiti: Cocco Cuisine (kókosrjómi)
 • Geymsluþol: Best fyrir Dagsetningar: 28.1.2022 og 25.11.2021
 • Lotunúmer: 210128 og 201125
 • Strikamerki: 8023678423409
 • Nettómagn: 200 ml
 • Geymsluskilyrði: Á ekki við
 • Framleiðandi: Ecotone, Ítalía

Dreifing: Nettó, Fjarðarkaup, Hagkaup, Kjörbúðinar, Krambúðin, Melabúðin, Brauðhúsið, Hreyfing, Iceland,
Kaupfélag V-Húnvetninga, Heimkaup, Svala Reykjavík, Veganmatur.

Neytendum sem keypt hafa vörunar er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í verslunina sem varan var keypt gegn fullri endurgreiðslu.

Ítarefni