Jónas Sumarliðason hafnarvörður á Siglufirði lét af störfum föstudaginn 28. febrúar eftir að hafa unnið við höfnina í 21 ár.

Þar áður var hann til sjós í 30 ár, lengi sem skipsstjóri.

Það komu margir við í kaffi á hafnarvigtinni síðasta vinnudag Jónasar, til að kveðja hann.

Þar á meðal starfandi bæjar- og hafnarstjóri Guðrún Sif Guðbrandsdóttir sem færði honum þakkir og gjafir frá bænum.

Björn Valdimarsson kom einnig við á hafnarviktinni og tók meðfylgjandi mynd af þeim Guðrúnu Sif og Jónasi.

Hægt er að skoða fleiri myndir sem Björn hefur tekið af fólkinu í Fjallabyggð hér, https://bjornvald.is.